Hoppa yfir valmynd
18. mars 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Herdís Gunnarsdóttir skipuð forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.  - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur ákveðið að skipa Herdísi Gunnarsdóttur í starf forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tók til starfa 1. janúar 2022, en hún tók við verkefnum Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnavernda. Herdís hefur störf hjá stofnuninni 1. apríl.

Herdís útskrifaðist með BSc próf í hjúkrunarfræði árið 1993, MSc í hjúkrunarfræði 2001 og MBA í viðskiptafræði 2009. Herdís hlaut sérfræðingsleyfi í barnahjúkrun árið 2013 og nafnbót sem klínískur lektor á sérsviðinu árið 2014. Hún hefur mikla reynslu sem stjórnandi stórra stofnanna og eininga, sem og verkefnastjórnunar minni eininga. Herdís var hjúkrunardeildarstjóri á barnaspítala hringsins í 6 ár, verkefnastjóri á Landsspítalanum í 7 ár, þar sem hún stýrði m.a. þróun og innleiðingu nýjunga á sviði upplýsingatækni og forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árunum 2014-2019 en starfsmenn stofnunarinnar eru um 500 á alls 10 starfstöðvum á Suðurlandi. Frá því í mars 2020 hefur hún gengt starfi framkvæmdastjóra réttindasviðs Tryggingarstofnunnar og heyra um 60 manns undir hennar stjórn.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „Það er mikill fengur að fá Herdísi til að byggja upp og stýra Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Hún hefur mikla og fjölbreytta reynslu sem á eftir að nýtast vel í þessum mikilvæga málaflokki og ég hlakka mikið til samstarfsins við hana.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum