Hoppa yfir valmynd
12. maí 2010 Dómsmálaráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra o.fl. í Reykjavík

Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, á dvalarheimili aldraðra og stofnun fyrir fatlaða, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar.

Hér að neðan eru upplýsingar um tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra o.fl. á vegum sýslumannsembættisins í Reykjavík:

 • Skjól við Kleppsveg - þriðjudaginn 18. maí, kl. 13-16
 • Skógarbær við Árskóga - þriðjudaginn 18. maí, kl. 16-18
 • Seljahlíð, Hjallaseli 55 - miðvikudaginn 19. maí, kl. 15-18
 • Droplaugarstaðir við Snorrabraut - miðvikudaginn 19. maí, kl. 15-18
 • Víðines á Kjalarnesi - fimmtudaginn 20. maí, kl. 13-14
 • Hjúkrunarheimilið Sóltún - fimmtudaginn 20. maí, kl. 13-16
 • Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot - fimmtudaginn 20. maí, kl. 15-18
 • Eir í Grafarvogi - föstudaginn 21. maí, kl. 13-17          
 • Hrafnista - laugardaginn 22. maí, kl. 11-16
 • Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund - laugardaginn 22. maí, kl. 11-16
 • Kleppsspítali - þriðjudaginn 25. maí, kl. 13-15
 • Hegningarhúsið við Skólavörðustíg - þriðjudaginn 25. maí, kl. 16-17
 • Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi / Grensásdeild - fimmtudaginn 27. maí, kl. 13-16 og 16:30-17:30 (Grensás)
 • Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut - föstudaginn 28. maí, kl. 14-17

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira