Hoppa yfir valmynd
23. júní 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fulltrúar Liaoning héraðs í Kína heimsóttu innanríkisráðuneytið og Faxaflóahafnir

Fulltrúar Liaoning héraðs í norðurhluta Kína heimsóttu innanríkisráðuneytið og Faxaflóahafnir í dag. Rætt var um hafnamál, siglingar um norðvesturleiðina og samskipti ríkjanna á sviði hafnamála og flutninga.

Kínversk sendinefnd ræddi við fulltrúa innanríkisráðuneytisins í dag.
Kínversk sendinefnd ræddi við fulltrúa innanríkisráðuneytisins í dag.

Fyrir kínversku sendinefndinni fór Xue Heng, aðstoðarhéraðsstjóri Liaoning héraðs, en í héraðinu búa kringum 42 milljónir manna. Með honum í för voru Xao Wenbin, varaframkvæmdastjóri samgöngumáladeildar héraðsins, Pei Song, framkvæmdastjóri hafna- og siglingamála, Song Qi, fulltrúi milliríkjasamskipta, og Nie Peng, fulltrúi frá samgöngudeild.

Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu ráðuneytisins, bauð gestina velkomna og fór nokkrum orðum um samskipti Íslands og Kína, m.a. gagnkvæmar heimsóknir ráðherra ríkjanna og minntist á nýgerða viðskiptasamninga og undirritun viljayfirlýsingar um upplýsingaskipti á sviði neytendamála. Þá gat hann um rannsóknir og ráðstefnur um málefni norðurslóða og mögulegar auknar siglingar á leiðinni milli Evrópu og Asíu norður fyrir Rússland um Beringsund. Þá fjallaði Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar, um hafnir á Íslandi og greindi frá helstu þáttum í starfsemi sviðsins.

Frá viðræðufundinum í dag.

Xue Heng aðstoðar héraðsstjóri sagði stjórnendur héraða í norðausturhluta Kína leggja mikla áherslu á að kanna rækilega þá möguleika og tækifæri sem falist gætu í siglingum um norðvesturleiðina og gætu auknar siglingar á þeirri leið snert 5-6 hafnir í þeim hluta landsins. Ýmsar tilraunir hefðu þegar verið gerðar í því skyni að hefja flutninga á þeirri leið sem myndu taka um 14 dögum skemur en hefðbundin siglingaleið og vera um 40% ódýrari.

Kínversk sendinefnd ræddi við fulltrúa innanríkisráðuneytisins og heimsótti einnig Faxaflóahafnir í dag.Hjá Faxaflóahöfnum tók Jón Þorvaldsson aðstoðarhafnarstjóri á móti hópnum ásamt Ágústi Ágústssyni markaðsstjóra, Guðmundi Eiríkissyni, forstöðumanni tæknideildar, og Vigni Albertssyni skipulagsfulltrúa. Kynnti Jón  helstu þætti í starfi og umfangi fyrirtækisins og farin var kynnisferð um hafnarsvæðið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira