Hoppa yfir valmynd
24. júní 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um öryggisbúnað barna í ökutækjum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglum um öryggisbúnað barna í ökutækjum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 8. júlí næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected]

Reglugerðin sem breyta á er nr. 348/2007 og eru breytingarnar til komnar vegna breytinga á umferðarlögum nr. 50/1987. Samkvæmt núgildandi reglugerð skal ökumaður sjá til þess að börn lægri en 150 cm á hæð noti viðurkenndan barnabílstól eða annan sérstakan öryggis- eða verndarbúnað fyrir börn þriggja ára eða eldri sem fyrir er í bifreiðinni. Þar sem umrætt hæðarviðmið hefur verið lækkað í 135 cm í umferðarlögunum þykir rétt að breyta hæðarviðmiði reglugerðarinnar til samræmis.

Síðari breytingin sem gera á felur ekki í sér efnisbreytingu, heldur áréttingu á gildandi rétti með skýrara orðalagi. Hið nýja orðalag er talið endurspegla betur alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins, sbr. tilskipun nr. 2003/20/EB.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira