Hoppa yfir valmynd
2. mars 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherra heimsótti Útlendingastofnun

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun í dag, mánudaginn 2. mars 2009, og kynnti sér starfsemi hennar.
Heimsókn ráðherra til Útlendingastofnunar.
Útlendingastofnun heimsótt.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun í dag, mánudaginn 2. mars 2009. Haukur Guðmundsson, settur forstjóri stofnunarinnar og starfsfólk hans, fundaði með ráðherra og kynnti starfsemi hennar.

Sérstaklega var rætt um þau miklu áhrif sem breytt efnahagsástand hefur á starfsemi stofnunarinnar, þar sem útgefnum atvinnutengdum leyfum hefur fækkað, og um nauðsyn þess að bregðast við stöðu þeirra útlendinga sem hér dvelja á grundvelli atvinnuþátttöku ef atvinna þeirra bregst. Í þeim tilvikum gera útlendingalög ráð fyrir að dvalarleyfi séu afturkölluð. Þá var farið yfir málefni hælisleitenda, brottvísanir og stöðu EES borgara á Íslandi eftir þær breytingar sem urðu á lögum í ágúst síðastliðnum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum