Hoppa yfir valmynd
22. september 2023

Listviðburður í embættisbústaðnum í París

Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Unnur Orradóttir Ramette og Ásta Fanney Sigurðardóttir - myndJules Conley
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, opnaði sýningu á málverkum listakonunnar Arngunnar Ýrar Gylfadóttur "Jökullinn, fegurðin og hið óþekkta í íslenskri samtímalist" í embættisbústaðnum í París í gær. Vídéoverkið Ablation eftir Sigurð Guðjónsson var einnig til sýnis á opnuninni en verkið sýnir dáleiðandi og taktfasta hreyfingu innan í jökulsprungu og skapaði skemmtilegar umræður á opnuninni. Þá var listakonan og skáldið Ásta Fanney Sigurðardóttir með gjörning sem vakti mikla lukku viðstaddra en hún fékk gesti m.a. til að góla með sér í lok verksins.

Sýningaropnunin var vel sótt af lykilfólki úr menningar- og myndlistargeiranum enda á viðfangsefni hennar, jöklar sem taka stöðugum breytingum vegna hlýnunar jarðar, skýrt erindi við samtímann. Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru þær Ásdís Ólafsdóttir og Aðalheiður L. Guðmundsdóttir.

Arngunnur Ýr hefur um árabil haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og víða erlendis. Hún er með BFA gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute, MFA frá Mills College. Hún lærði einnig við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og lauk MFA námi við Gerrit Rietveldt Academie í Amsterdam. Verk Arngunnar má finna í safneign á flestum listasöfnum landsins, ásamt virtum listasöfnum erlendis.

Ásta Fanney Sigurðardóttir er skáld, gjörninga- og tónlistarmaður. Hún lauk námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur vakið athygli fyrir áhrifaríka gjörninga, ljóðaflutning og skapandi vinnu. Ásta vinnur meðal annars með tóna, hljóð og orð í verkum sínum, ásamt gjörningum og hefur komið fram víða um lönd. Hún var handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2017 og var tilnefnd til Bernard Heidsieck-verðlaunanna í Pompidou árið 2021.

Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2022. Sigurður er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn, Listaháskóla Íslands og Akademie der bildenden Künste í Vínarborg. Sigurður var valinn myndlistarmaður ársins 2018 og á hann fjölmargar einkasýningar að baki víðs vegar um heiminn.

Sýningin er haldin í samstarfi við tímaritið ArtNord og stendur til 24. nóvember 2023.
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum