Hoppa yfir valmynd
25. mars 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Málþing um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði 1. apríl

Málþing um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði 1. apríl - myndStjórnarráðið

Vakin er athygli á málþingi Vísindasiðanefndar í Veröld, húsi Vigdísar þann 1. apríl kl. 12:30 – 15:30. Á fundinum verður fjallað um upplýst samþykki í vísindarannsóknum frá ýmsum hliðum, hvað það er og hvað það felur í sér. Markmiðið er að vekja umræðu og veita fræðslu um þetta málefni. Málþingið hefst með ávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Erindi flytja Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir, Flóki Ásgeirsson lögmaður, og Henry Alexander Henrysson heimspekingur, en þeir þrír eiga allir sæti í vísindasiðanefnd, Ingileif Jónsdóttir, prófessor og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu og Salvör Nordal heimspekingur og umboðsmaður barna. Í lokin verða pallborðsumræður með frummælendum, fundarstjóranum Sunnu Snædal sem er formaður vísindasiðanefndar og Þórði Sveinssyni, yfirlögfræðingi Persónuverndar.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Einnig er gert ráð fyrir að streymt verði frá þinginu og verða nánari upplýsingar birtar um það á vef vísindasiðanefndar þegar nær dregur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum