Hoppa yfir valmynd
30. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerðum um tilhögun undirskriftasafnana til umsagnar

Til umsagnar eru nú hér á vef innanríkisráðuneytisins drög að tveimur reglugerðum um málsmeðferð vegna undirskriftasafnana, annars vegar vegna óska um borgarafundi og hins vegar vegna óska um almenna atkvæðagreiðslu um einstök mál, sbr. X. kafla nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Hægt er að senda athugasemdir á netfangið [email protected] til og með 16. janúar.

Önnur reglugerðin fjallar um borgarafundi en hin um almennar atkvæðagreiðslur. Ástæða þess að lagt er til að reglugerðirnar verði tvær er sú að þannig  verða reglurnar aðgengilegri og sýnilegri fyrir íbúa enda um margt ólík mál. Borgarfundum er t.d. ætlað að fjalla um verkefni í víðum skilningi en ekki um einstök mál, sbr. og 102. gr. laganna.

Í  1. og 2. mgr. 108. gr. laganna er kveðið á um að aðeins þeir sem kosningarétt eiga í viðkomandi sveitarfélagi geti óskað almennrar atkvæðagreiðslu og almenns borgarafundar og taka drögin mið af því. 

Lagt er til að aðeins einstaklingar en ekki lögaðilar getir verið ábyrgðaraðilar. (Miðað við erlendar upplýsingar virðist það yfirleitt vera skilyrði).

Í drögunum er lögð áhersla á samráð milli þeirra sem standa að undirskriftarsöfnun og sveitarstjórna.

Þá er í ekki í drögunum ákvæði sem heimilar rafrænar undirskriftasafnanir. Ástæðan er sú að á meðan skilyrðin um að óska almennrar atkvæðagreiðslu og borgarafundar með undirskrift eru bundin kosningarétti í viðkomandi sveitarfélagi og kjörskrár eru ekki enn rafrænar eða um almenn rafræn skilríki að ræða þá metur ráðuneytið það svo að ekki sé tímabært að hafa slík ákvæði í reglugerð en það mun verða gert þegar tilefni gefst. Þetta sjónarmið fær stoð í upplýsingum erlendis frá en þar virðist sem rafrænar undirskriftir séu aðeins heimilaðar með rafrænum gildum skilríkjum.

Í drögunum eru yfirleitt lögð til ákveðin tímamörk en ákvörðun varðandi þau er ekki endanleg og mikilvægt að ráðuneytið fái viðbrögð við þeim ákvæðum.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum