Hoppa yfir valmynd
25. júní 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Áform um friðlýsingu Varmárósa í Mosfellsbæ í kynningu

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Varmárósa. Áformin eru kynnt í samstarfi við Mosfellsbæ.

Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980. Þau áform sem nú eru kynnt snúa m.a. að því að svæðið verði stækkað og friðlýsingarskilmálar endurskoðaðir með það að markmiði að vernda náttúrulegt ástand votlendis og séstakan gróður sem á svæðinu er að finna, s.s. fitjasef (Juncus gerardii) og búsvæði þess.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.

Kynning áforma um friðlýsingu Varmárósa á vef Umhverfisstofnunar


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira