Hoppa yfir valmynd
19. júní 2017 Forsætisráðuneytið

Hlutfall kynjanna í nýjum nefndum, ráðum og stjórnum aldrei verið jafnara

Stjórnarráð Íslands - myndForsætisráðuneytið

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2016 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með framkvæmd hans.

Á vef Jafnréttisstofu koma eftirfarandi upplýsingar fram:

,,Árið 2016 sátu 3.937 manns í nefndum á vegum ráðuneytanna, 1.811 konur og 2.126 karlar, eða 46%/54%. Á sama tímabili voru 1058 manns skipaðir í nýjar nefndir, 515 konur og 543 karlar, eða 49%/51%. Aldrei áður hefur hlutur kynjanna í nýskipuðum nefndum ráðuneytanna verið svona jafnt.

Samkvæmt 15. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008 á hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum að vera sem jafnast og ekki minna en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír. Tilnefningaraðili á að tilnefna karl og konu, en heimilt er að víkja frá því þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu.

Árið 2016 starfaði 671 nefnd á vegum ráðuneytanna, 454 af þeim voru skipaðar í samræmi við 15. grein jafnréttislaga eða 68% starfandi nefnda. Á starfsárinu 2016 var 191 ný nefnd skipuð, 144 af þeim eða 75% voru skipaðar í samræmi við 15. greinina. Það er betri árangur en árið 2015 þegar eingöngu 67% nefnda voru skipaðar í samræmi við 15. greinina."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum