Hoppa yfir valmynd
3. júní 2002 Utanríkisráðuneytið

Viðræður utanríkisráðherra við konung Jórdaníu

Nr. 054

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í gær viðræður við Abdullah II, konung Jórdaníu og Shaher Bak, varautanríkisráðherra, í Amman.
Meginefni viðræðnanna voru skoðanaskipti um stjórnmálaástandið í Mið-Austurlöndum, átök Ísraels og Palestínumanna, friðarferlið og friðarviðræður svo og framtíðarhorfur í málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Aðilar voru sammála um að áframhaldandi ofbeldi á svæðinu væri ólíðandi og að friðarviðræður hæfust sem fyrst á grunni friðartillagna undanfarinna ára og mánaða, sérstaklega tillagna Arababandalagsins sem samþykktar voru á leiðtogafundi þess í Beirút. Friðarráðstefnu verði að kalla saman eins fljótt og unnt er á grundvelli tillagna fjóreykisins, þ.e. Bandaríkjanna, Rússlands, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins.
Sjálfstætt ríki Palestínumanna ásamt rétti Ísraelsmanna til að lifa í friði og öryggi innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra væri forsenda friðar í Mið-Austurlöndum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. janúar 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum