Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ljósleiðarahringtenging undirbúin á Snæfellsnesi og Vestfjörðum

Ljósleiðaraverkefnið á Vestfjörðum
Ljósleiðaraverkefnið á Vestfjörðum

Fjarskiptasjóður hefur kallað eftir upplýsingum um markaðsáform fjarskiptafyrirtækja um lagningu og rekstur ljósleiðarahringtenginga um Snæfellsnes og Vestfirði. Innanríkisráðherra hefur falið sjóðnum að styrkja framkvæmdina reynist þess þörf.

Frestur til að skila umræddum upplýsingum er til 6. mars næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um verkefnið eru á vef Ríkiskaupa.

Ljósleiðaraverkefnið á SnæfellsnesiÍ dag eru Vestfirðir og Snæfellsnes tengd landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðaratengingu. Til að auka öryggi fjarskipta á þessum svæðum er ætlunin að tvöfalda tenginguna með ljósleiðarastrengjum sem færu aðra leið en núverandi strengir þannig að til verði hringtenging. Fyrirhuguð tvöföldun á Snæfellsnesi er á svæðinu milli Hörðubóls í Dölum og Stykkishólms og á Vestfjörðum skal tengja símstöðvar á milli Súðavíkur og Staðar í Hrútafirði með viðkomu á Hólmavík.

Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu til Ríkiskaupa á netfangið [email protected] fyrir klukkan 12 þann 6. mars 2015. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk annarra upplýsinga sem taldar eru upp á vef Ríkiskaupa eftir því sem við á. Frestur til að óska eftir nánari upplýsingum eða skýringum rennur út klukkan 12 þann 3. mars. Frestur til að svara slíkum fyrirspurnum rennur út klukkan 12 þann 5. mars. Allar fyrirspurnir og svör við þeim verða birt á vef Ríkiskaupa.

  • Auglýsing um ljósleiðarahringtengingu á Snæfellsnesi
  • Auglýsing um ljósleiðarahringtengingu Vestfjarða

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum