Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Eitt tilboð í ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær vegna útboðs fyrir hönd fjarskiptasjóðs í ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum. Aðeins eitt tilboð barst og var það 271% yfir kostnaðaráætlun sjóðsins.

Tilboðið var frá Mílu ehf. og var að upphæð 369,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs var að upphæð 136,3 milljónir króna. Tilboðið verður nú metið og ekki liggur því fyrir að svo stöddu hvernig fer um verkefnið en ljóst er að tilboðið er mjög fjarri kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs.

Verkefnið snýst um að tvöfalda núverandi ljósleiðaratengingu um Vestfirði til að auka öryggi fjarskipta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira