Hoppa yfir valmynd
10. desember 2009 Innviðaráðuneytið

Kynnti fulltrúum kvennahreyfinga aðgerðir vegna stöðu kynjanna í sveitarstjórnum

Fulltrúar nokkurra kvennahreyfinga, Jafnréttisráðs og fleiri aðila komu á fund samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í gærmorgun til að heyra af greinargerð starfshóps og tillögur um aðgerðir til að jafna hlut kynja í sveitarstjórnum.

Hlutfall karla og kvenna í sveitarstjórnum
Hlutfall karla og kvenna í sveitarstjórnum

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti efni greinargerðarinnar og aðgerðir sem hann hyggst grípa til og gerði grein fyrir stöðu mála eftir að hafa átt fundi með forystu stjórnmálaflokkanna og fulltrúum ungliðahreyfinga þeirra. Einnig óskaði hann eftir frekara samstarfi við fulltrúa kvennahreyfinganna og annarra sem sátu fundinn.

Fundarmenn lýstu almennri ánægju með greinargerðina og aðgerðir og lýstu margir yfir vilja til samstarfs við ráðuneytið og aðra sem sinna þessum málefnum, svo sem Jafnréttisstofu. Lögð var áhersla á að menn sameinuðu kraftana og að beina ætti aðgerðum að stjórnmálaflokkum og sveitarstjórnum.

Einnig gerðu fundarmenn grein fyrir ýmsum aðgerðum sem samtök þeirra hafa staðið fyrir eða eru að undirbúa. Þá var og rætt um kjör og vinnuaðstæður sveitarstjórnarmanna og hvaða áhrif þau hafa á þátttöku kvenna og ungs fólks.

Hlutfall karla og kvenna í sveitarstjórnum

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum