Hoppa yfir valmynd
19. október 2022 Utanríkisráðuneytið

Heilsufari kvenna og barna í heiminum hrakar

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur heilsufari kvenna og barna í heiminum hrakað á síðustu árum vegna stríðsátaka, heimsfaraldurs kórónuveirunnar og loftslagsbreytinga. Óttast er að verra heilsufar hafi hrikalegar afleiðingar á lífshorfur barna, ungs fólks og kvenna.

Gögn sem lögð voru til grundvallar skýrslugerðinni sýna augljósa afturför þvert á nánast alla mælikvarða um líðan barna, marga hverja sem eru lykilmælikvarðar heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Frá útgáfu síðustu skýrslu um konur og börn fyrir tveimur árum mælist staðan verri nú hvað varðar fæðuöryggi, hungur og barnahjónabönd, auk þess áhætta vegna ofbeldis í nánum samböndum, þunglyndi og kvíði unglinga er marktækt meiri.

Skýrslan ber heitið „Verndum loforðið“ (Protect the Promise) og útgefendur eru meðal annars Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.

Í skýrslunni kemur fram að talið sé að 25 milljónir barna hafi annað hvort verið vanbólusett eða óbólusett á árinu 2021, eða sex milljónum fleiri en árið 2019. Það eykur hættu á smiti af banvænum sjúkdómum. Þá misstu milljónir barna af formlegri skólagöngu á tímum heimfaraldursins og 80 prósent barna í 104 löndum urðu fyrir námstapi vegna lokunar skóla.

Frá upphafi heimsfaraldursins hafa 10,5 milljónir barna misst foreldri eða forsjársaðila vegna COVID-19.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum