Hoppa yfir valmynd
21. maí 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar - mars 2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir.

Niðurstöður eru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Innheimtar tekjur ríkissjóðs jukust um 8,0%á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Einnig voru tekjur tímabilsins 3,8% meiri en tekjuáætlun fjárlaga 2012 gerðu ráð fyrir. Hluta af þessari aukningu má rekja til kjarasamninga sem tóku gildi síðasta sumar.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 7,3 ma.kr. en var neikvætt um 3,1 ma.kr. á sama tímabili 2011. Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 12,3 ma.kr.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 122,1 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi sem er 8,0% aukning miðað sama tímabil á síðasta ári. Tekjur tímabilsins eru 4,5 ma.kr. eða 3,8% yfir tekjuáætlun fjárlaga 2012.

Einnig má sjá að samanlögð skil launagreiðenda á bæði tekjuskatti og útsvari jukust um rúm 17% á milli ára. Skattstofn tekjuskatts hefur því styrkst umtalsvert á undanförnum mánuðum jafnvel þótt hluta þessarar aukningar megi rekja til kjarasamninga sem tóku gildi síðasta sumar.


 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum