Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Reglugerð um kostnaðarvigtir og einingaverð (DRG)

  - myndStjórnarráðið

Birt hafa verið til umsagnar drög að reglugerð heilbrigðisráðherra um kostnaðarvigtir og einingaverð vegna samninga um þjónustutengda fjármögnun heilbrigðisþjónustu. Reglugerðin tengist nýlegum samningum Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri sem kveða á um að umtalsverður hluti klínískrar þjónustu sjúkrahúsanna skuli fjármagnaður í samræmi við umfang veittrar þjónustu sem byggist á alþjóðlega sjúklingaflokkunarkerfinu DRG (Diagnosis Related Groups). Eins og fram kemur í samningunum skal ráðherra ákveða kostnaðarvigtir og einingaverð með reglugerð. Umsagnarfrestur er til 26. janúar næstkomandi.

Reglugerðardrögin ásamt fylgiskjali með einingaverði voru unnin í samráði við stjórnendur sjúkrahúsanna tveggja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum