Hoppa yfir valmynd
21. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Rafræn samskipti: Landspítali les úr röntgenmyndum á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Landspítalinn hafa gert samkomulag um myndgreiningarþjónustu og rafræn samskipti. Í samkomulaginu felst að nú verður hægt að senda röntgenmyndir teknar á röntgendeild Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi (HSu) til úrlestrar á Landspítalanum (LSH) með rafrænum hætti. Stafrænt myndgerðarkerfi hefur verið tekið í notkun sem gerir þessi rafrænu samskipti möguleg og búnaður til gagnaflutninganna. Þegar samkomulag stofnananna tveggja var undirritað á Selfossi í dag sagði heilbrigðismálaráðherra meðal annars: Þegar ég tala um tímamót í þessu sambandi á ég við sjálft samkomulagið, sem undirritað verður og samvinnuna sem tvær stofnanir eru að taka upp, en ég er líka að tala um aukið öryggi fyrir sjúklinga hér á Suðurlandi, og ég er líka að tala um bætta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð á grundvelli nýrrar tækni. Myndgreiningartæknin felur nefnilega í sér svo dæmi sé tekið, að röntgenfilmur eru nú ekki lengur notaðar, og ekki er til dæmis þörf á sérstakri aðstöðu til framköllunar röntgenmynda. Hitt er svo stórmál, að við erum hér að stíg enn eitt skrefið inn í hina rafrænu framtíð á sviði heilbrigðisþjónustunnar.... Samvinna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Landspítalans og samvinna spítalans við aðrar heilbrigðisstofnanir á svipuðum nótum leiðir til þess í fyrsta lagi að viðkomandi stofnanir eflast og í öðru lagi styrkist Landspítalinn sem þekkingar- og reynslumiðstöð heilbrigðisþjónustunnar. Það er brýnt að menn beggja vegna borðsins átti sig á því, að samvinnu af þessu tagi felast gríðarlegir möguleikar fyrir báða – í þágu landsmanna allra. Menn eiga að nýta sér þá möguleika svo sem formlega er gert hér í dag.”

Sjá nánar: Fréttatilkynning HSu og LSH Samstarf Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Landspítala (pdf skjal 86 Kb)

Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:   Ávarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á Selfossi   (pdf skjal 59 Kb)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum