Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra ákveður hvort semja skal

Heilbrigðisráðherra ákveður sjálfur hvort samið er við klíníska sálfræðinga eða ekki. Þetta er niðurstaða Áfrýjunarnefndar samkeppnismála og nefndin fellir með úrskurði sínum úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu frá í október. Í þeim úrskurði komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að sú afstaða heilbrigðisyfirvalda, að semja ekki við klíníska sálfræðinga hefði skaðleg áhrif á samkeppni og gengi gegn markmiðum samkeppnislaga. Beindi eftirlitið þeim fyrirmælum til heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra að hann sæi til þess að gengið yrði til samninga við klíníska sálfræðinga. Ráðherra vísaði málinu til úrskurðar Áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi, eins og áður sagði. Byggist niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar meðal annars á því að ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu gangi framar ákvæðum samkeppnislaga og því geti heilbrigðismálaráðherra ákveðið hvort “gengið skuli til samninga um þátttöku sjúkratrygginga í meðferð sjúkratryggðra manna, sem ganga til klínískra sérfræðinga eða ekki” eins og segir í niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum