Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp um reykingabann á veitinga-og skemmtistöðum

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, mælti síðdegis í gær fyrir frumvarpi um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Í frumvarpinu er lagt til að reykingar í þjónusturými á veitinga- og skemmtistöðum verði bannaðar með öllu frá og með l. júní 2007. Sagði ráðherra í framsöguræðu sinni að með því að ákveða gildistímann 1. júní 2007 væri þeim er reka veitinga- og skemmtistaði veittur aðlögunartími sem að margra mati væri full langur, en nauðsynlegur og sanngjarn að sínum dómi. Meginmarkmið frumvarpsins er vinnuvernd starfsmanna á veitinga og gistihúsum og vernd almennings með vísan til hratt vaxandi vísindalegra sannana fyrir því að óbeinar reykingar valdi heilsutjóni og dauðsföllum.

 

Sjá nánar: Framsöguræða heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra - bann við reykingum



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum