Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Aldurstengd uppbót á vasapeninga

Ekki eru uppi áform um að greiða aldurstengd uppbót á vasapeninga þeirra sem dvelja um lengri tíma á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, Samfylkingu, um máli á Alþingi. Ráðherra útilokaði hins vegar ekki að breyting gæti orðið á þessu ef fyrirkomulag á greiðslum fyrir langtímastofnanavistun aldraðra og öryrkja verður endurskoðuð. Sagði ráðherra meðal annars í svari sínu: “Á sjúkrahúsum eru sjúklingar eða öryrkjar á öllum aldri og á hjúkrunarheimilum geta verið sjúklingar eða öryrkjar yngri en 67 ára en síðarnefndi hópurinn er lítill. Erfitt er að afmarka þann hóp sem spurt er um en ég mun reyna að svara fyrirspurninni eins og hægt er. Tryggingastofnun ríkisins greiðir vasapeninga til sjúklinga sem dvelja um lengri tíma á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum og hef ég ekki áform um að greiða aldurstengda uppbót á vasapeninga.  Ég hef áður greint frá því að ég telji koma til álita að endurskoða fyrirkomulag á greiðslum fyrir stofnanavist aldraðra og vasapeningagreiðslur Tryggingastofnunar til þeirra.  Hið sama gildir auðvitað einnig um þá öryrkja sem eru yngri en 67 ára og dvelja langdvölum á sjúkrahúsum eða á hjúkrunarheimilum og fá greidda vasapeninga.”



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum