Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2006 Utanríkisráðuneytið

Staðgengill utanríkisráðherra til Indlands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 009


Af óviðráðanlegum ástæðum hefur Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hætt við áður ákveðna opinbera heimsókn sína til Indlands sem hefjast átti um helgina. Í hans stað fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Undirbúningur heimsóknarinnar, sem er í boði utanríkisráðherra Indlands, hefur staðið yfir um langt skeið í samráði við indversk stjórnvöld.

Fyrirhugaðir eru fundir með indverskum ráðamönnum og einnig mun ráðherra opna nýtt sendiráð Íslands í Nýju Delhi. Með í för er viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja, en Útflutningsráð Íslands hefur í samvinnu við utanríkisráðuneytið skipulagt viðskiptaráðstefnur og tvíhliða fundi indverskra og íslenskra fyrirtækja í Nýju Delhi, Mumbai og Bangalore.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum