Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2021 Utanríkisráðuneytið

Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum voru þau hæstu í sögunni á síðasta ári og námu rúmlega 161 milljarði bandarískra dala. Samkvæmt gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hækkuðu framlög að raunvirði um 3,5 prósent milli ára, að mestu leyti vegna sérstakra framlaga í tengslum við aðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Alls námu framlög af þróunarfé til COVID-19 aðgerða um 12 milljörðum dala. Sextán þjóðir innan OECD hækkuðu opinber framlög til þróunarsamvinnu, þar á meðal Ísland, en þrettán þjóðir lækkuðu framlögin.

José Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD segir að framlagsríki þurfi að styðja við bakið á þróunarríkjum með dreifingu bóluefnis, tryggja þjónustu sjúkrahúsa, ásamt því að tryggja afkomu viðkvæmustu samfélagshópanna.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum