Hoppa yfir valmynd
6. júní 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

HÍ færist upp um sæti á lista yfir háskóla með mest samfélagsleg áhrif

HÍ færist upp um sæti á lista yfir háskóla með mest samfélagsleg áhrif  - myndHáskóli Íslands

Háskóli Íslands er í hópi þeirra 400 háskóla sem hafa mest samfélagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt nýútgefnum lista Times Higher Education. Þetta er fimmta árið í röð sem HÍ kemst á þennan lista en hann hækkar milli ára. Listinn, sem nefnist Times Higher Education (THE) Impact Rankings, hefur verið gefinn út síðan árið 2019 og byggist á því hvernig háskóla uppfylla tiltekna mælikvarða sem snerta samfélagsleg og efnahagsleg áhrif um allan heim og framlag til heimsmarkmiðanna.

Háskóli Íslands bætir stöðu sína á listanum milli ára og hækkar á sjö listum sem taka til einstakra heimsmarkmiða. Þannig er skólinn talinn standa fremst í heimsmarkmiðum sem tengjast nýsköpun og uppbyggingu, ábyrga neyslu og framleiðslu og heilsu og vellíðan. Mesta stökkið tekur skólinn þegar kemur að heimsmarkmiðinu sem snýr að samvinnu um markmiðin, en HÍ situr nú í 101-200. sæti. Til samanburðar var skólinn í sæti 601-800 í fyrra. Samanlagt er HÍ í 301.-400. sæti á Impact Ranking listanum í ár en alls eru 1.700 háskólar frá 115 löndum metnir.

Impact Ranking listinn er ólíkur öðrum þekktum listum yfir háskóla heimsins að því leiti að ekki er einungis litið til vísindastarfs, kennslu og áhrifa í alþjóðlegu vísindasamfélagi heldur einnig áhrifa á nærsamfélag og alþjóðasamfélag. Listann má nálgast í heild sinni hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum