Hoppa yfir valmynd
12. desember 2002 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Breikkun Reykjanesbrautar; Hvassahraun - Strandarheiði

Undirritaður hefur verið samningur við Háafell ehf., Jarðvélar sf., og Eykt hf. um breikkun Reykjanesbrautar. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í byrjun árs 2003 og verði lokið eigi síðar en 1. nóvember 2004.


Samningafundur var haldinn í Borgartúni 6 þann 10. desember s.l. þar sem vegamálastjóri f.h. Vegagerðarinnar, sem verkkaupa, undirritaði samning við Háafell ehf., Jarðvélar sf., og Eykt ehf., sem verktaka, að viðstöddum samgönguráðherra.
Þessi áfangi Reykjanesbrautar, sem samningurinn er gerður um, nær frá Hvassahrauni um Afstapahraun og Kúagerði, um 1,5 km vestur fyrir Vatnsleysustrandarveg og er um 8,1 km að lengd.
Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla, annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar við Vatnsleysustrandarveg.
Áætlað er að hefja framkvæmdir í byrjun árs 2003 og ljúka þeim eigi síðar en 1. nóvember 2004.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira