Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2001



Alþjóðaheilbrigðisdagur WHO 7. apríl Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur ákveðið að helga 7. apríl, n.k. sem er alþjóðaheilbrigðisdagurinn, eflingu geðheilbrigðis. Stofnunin hvetur stjórnvöld og almenning um heim allan til taka höndum saman, efna til umræðu og hvetja fólk til umhugsunar um geðheilbrigðismál. Áhersla er lögð á að vinna gegn fordómum í garð þeirra sem búa við skerta geðheilsu. Að jafnaði þjást um 22-24% íslensku þjóðarinnar af geðheilsuvanda af einhverjum toga, eða nærri einn af hverjum fjórum landsmönnum.
Landlæknisembættið og Geðrækt hafa í samvinnu veið fleiri aðila unnið að undirbúningi alþjóðaheilbrigðisdagsins 7. apríl, undir yfirskriftinni Ekki líta undan! - Láttu þér annt um andlega heilsu og hefur verið óskað eftir samstarfi við fjölmiðla og aðra um að gera vikuna 2. - 8. apríl að viku geðheilbrigðis á Íslandi. Gefin hafa verið út veggspjöld, bæklingur og myndband til kynningar og fræðslu um geðheilbrigðismál.




WHO logo 7. apríl 2001


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum