Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Samstarfsverkefni um öldrunarrannsóknir23-04-2001

23:04: Samstarfsverkefni um öldrunarrannsóknir
Samningur um samstarfsverkefni Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar bandaríska heilbrigðisráðuneytisins á sviði öldrunarrannsókna var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, sagði við undirritun samningsins að hann væri mikill áfangi fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi. Jón óskaði forystumönnum Hjartaverndar og bandarísku stofnunarinnar til hamingju með samninginn og sagði það gleðiefni heilbrigðisyfirvalda að geta greitt götu þeirra sem efla vildu rannsóknir og þróun á Íslandi. Verkefnið felst í rannsóknum á öllum helstu líffærakerfum sem tengjast færni og lífsgæðum á efri árum. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Rannsóknastöðvar Hjartaverndar, og Gunnars Sigurðsson, formaður stjórnar Hjartaverndar undirrituðu samninginn f.h. Hjartaverndar og dr. Richard Hodes, forstöðumaður Öldrunarstofnunar Bandaríkjanna, undirritaði samninginn f.h. þeirrar stofnunar.

Heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra gáfu út yfirlýsingu í tilefni samnings Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar bandaríska heilbrigðisráðuneytisins þar sem kveðið er á um breytingar á þjónustusamningi heilbrigðisráðuneytisins og Hjartaverndar frá 1996. Þar kemur fram að rannsóknasamningur Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar bandaríska heilbrigðisráðuneytisins mun leiða til nokkurra breytinga á verkefnum Hjartaverndar samkvæmt þjónustusamningi við ráðuneytið. Í yfirlýsingunnni segir m. a.: "Ráðuneytið telur því nauðsynlegt að endurskoða þjónustusamning við Hjartavernd í þeim tilgangi að aðlaga hann að þessum breytingum og er stefnt að því að þeirri endurskoðun ljúki fyrir árslok 2002. Jafnframt lýsir ráðuneytið vilja sínum til þess að árlegt fjárframlag ríkisins samkvæmt þjónustusamningi við Hjartavernd verði óbreytt meðan rannsóknin stendur eða t.o.m. ársins 2007. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. samningsins skal fjárhæð framlagsins frá og með árinu 2001 fylgja verðlagsforsendum fjárlaga þannig að 62% fylgi þróun launa og 38% almennri verðlagsþróun."
Nánari upplýsingar um verkefnið...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum