Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Klínískar leiðbeiningar24-04-2001



24.04: Kynning á klínískum leiðbeiningum
Klínískar leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn voru kynntar á blaðamannafundi í dag hjá embætti Landlæknis, en Landlæknir, Fagráð Læknafélags Íslands, Tryggingastofnun ríkisins og heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið hafa um hríð undirbúið og unnið að gerð leiðbeininganna með stuðningi margra læknisfræðilegra fagfélaga.

Meira...
Á fundinum kom fram að megintilgangurinn með klínískum leiðbeiningum væri að stuðla að sem mestum gæðum í heilbrigðisþjónustunni. Fram kom að fyrir lægju, aðgengilegar þeim sem þyrftu, víðtækar upplýsingar um hjarta- og æðasjúkadóma, lifrarbólgu C, beta interferon meðferð við MS, myndgreiningu, húðflúr-húðgötun og höfuðáverka. Á blaðamannafundinum var svo gerð grein fyrir klínískum leiðbeiningum vegna kynsjókdómsins klamýdíu og meðferð við henni og um neyðargetnaðarvörn. Klínísku leiðbeiningarnar má nálgast á heimsíðu landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum