Hoppa yfir valmynd
8. maí 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Kjör elli- og örorkulífeyrisþega verða bætt


08.05: Kjör elli- og örorkulífeyrisþega verða bætt
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, kynntu tillögur til að bæta kjör elli-og örorkulífeyrisþega á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum í dag. Heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra lagði ríka áherslu á það á fundinum, að með tillögum ríkisstjórnarinnar væri verið að rétta hlut þeirra sem verst eru staddir í hópi öryrkja og ellilífeyrisþega og þar með verið að efna loforð sem gefin hefðu verið við umræður á Alþingi á liðnum vetri þegar umræða stóð sem hæst um viðbrögð við öryrkjadómi Hæstaréttar. Sagði ráðherra að þá hafi verið ákveðið að koma til móts við þá sem lítt eða ekkert báru úr bítum í kjölfar dóms Hæstaréttar. Kostnaður vegna breytinganna verður um 700 milljónir á þessu ári, en reiknað á ársgrundvelli er heildarkostnaður vegna tillagnanna um 1350 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að breytingarnir komi til framkvæmda 1. júlí næst komandi.

Helstu tillögur vinnuhópsins

Inngangur að skýrslu vinnuhópsins
Upplýsingar um skipan hópsins og hlutverk hans


Hér að neðan er aðgangur að skýrslunni í heild sinni sem word-skjal:


Álit vinnuhóps um endurskoðun almannatrygginga og samspil þess við skattkerfið og lífeyrissjóði (850 kb)





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum