Hoppa yfir valmynd
10. maí 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Ársfundur Landspítala - háskólasjúkrahúss


10. maí 2001: Ársfundur Landspítala - háskólasjúkrahúss
Undirritun samkomulags Landspítala og H.Í. um uppbyggingu háskólasjúkrahúss
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, greindi frá því á ársfundi Landspítala - háskólasjúkrahúss að starfshópur yrði skipaður á næstunni undir forystu ráðuneytisins sem hefði það hlutverk að gera tillögu til ráðherra um frekari uppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þá greindi ráðherra frá því að fé hefði fengist til að innrétta ónýtta hæð á Landspítalanum í Fossvogi og eru bundnar vonir við að þetta nýja húsnæði muni bæta verulega aðstæður sjúklinga og starfsfólks í Fossvoginum. Heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra lýsti yfir því á fundinum að hann vænti mikils af sameiningu Landspítalans og sagðist sammála forvera sínum um að sameiningin væri forsenda fyrir því að geta boðið upp á heilbrigðisþjónustu sambærilega við það sem veitt er í nálægum löndum í bráð og lengd. Jón Kristjánsson vakti athygli á því að Landspítalinn væri stærsti vinnustaður landsins og að rekstrarkostnaðurinn losaði 20 milljarða króna á ári. Rifjaði ráðherra upp að framlög til spítalans hefðu aukist mjög í tíð þessarar ríkisstjórnar og lýsti von sinni um að áfram mætti ríkja sátt starfsmanna og stjórnenda um kaup og kjör. Á ársfundinum var undirritað sögulegt samkomulag Landspítala og Háskóla Íslands um uppbyggingu háskólasjúkrahúss, kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum þar sem skilgreind er samvinna og samstarf þessara tveggja mikilvægu stofnana. Við þetta tækifæri sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra þetta meðal annars: ,,Samstarfssamningurinn tekur á þeim þáttum sem skipta máli í kennslu, rannsóknum og uppbyggingu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Því er það von mín að samningurinn hvetji til dáða á þessu sviði vísindanna, að tengja rannsóknir og reynslu enn betur saman til þess fyrst og fremst að þjóna sjúklingum, en því til viðbóta minni ég á að svona samstarf getur verið forsenda til landvinninga á því sviði atvinnnulífsins sem kallað er heilbrigðistækni og er ört vaxandi atvinnugrein. Ég er sannfærður um að samstarfssamningurinn sé til góðs og mér finnst ástæða til að óska þessum heiðursmönnum, forstjóra og rektor, til hamingju með árangurinn. Þið hafið unnið gott dagsverk."

ð Ræða ráðherra, flutt á ársfundi Landspítala - háskólasjúkrahúss

ð Ávarp ráðherra, flutt við undirritun samkomulags Landspítala og H.Í.

ð Samstarfssamningur Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands (tenging við heimasíðu LSH)
























































Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum