Hoppa yfir valmynd
17. maí 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Viðurkenning Áfengis- og vímuvarnarráðs 17. maí 2001




17. maí 2001
Veitt viðurkenning Áfengis- og vímuvarnarráðs
Jón Kristjánsson, heilbrigðs-og tryggingamálaráðherra, veitti í dag Árna Helgasyni frá Stykkishólmi viðurkenningu Áfengis-og vímuvarnarráðs þegar úthlutað var styrkjum úr Forvarnasjóði. Athöfnin var í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Ráðherra sagði í ávarpi sínu við þetta tækifæri að nokkuð hefði miðað í baráttunni gegn vímuefnanotkun og nefndi niðurstöður rannsókna á neyslu yngstu aldurshópanna. Gerði heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra síðan áfengisauglýsingar að umtalsefni og skoraði á þá sem ábyrgð bera á áfengisauglýsingum að halda sig innan velsæmismarka og laga.
Ávarp ráðherra >

Upplýsingar um úthlutanir styrkja úr Forvarnasjóði er að finna á heimasíðu Áfengis- og vímuvarnarráðs:
www.vimuvarnir.is


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum