Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Um 200 manns sóttu fjölbreytt málþing um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda

Á málþinginu voru haldin 23 erindi í átta málstofum þar sem leitast var við að ná fram veigamestu atriðunum sem hafa áhrif á velferð innflytjenda og þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Einnig voru haldin þrjú inngangserindi og félags- og tryggingamálaráðherra ávarpaði málþingið í lokin. Niðurstöður málstofanna verða hafðar til hliðsjónar við vinnu innflytjendaráðs við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lagði meðal annars áherslu á að „málefni fólks af erlendum uppruna er vaxandi málaflokkur innan íslenskrar stjórnsýslu og nú verður ekki lengur undan því vikist að koma honum í skikkanlegt form. ... Við verðum að horfast í augu við þarfir innflytjenda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gefa þeim kost á að farsælli framtíð hér á landi. Meðal annars með því að nýta menntun sína og reynslu.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félags- og tryggingamálaráðherra á málþinginu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum