Hoppa yfir valmynd
7. mars 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um talrásir í samevrópska loftrýminu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu. Umsagnir skulu hafa borist ráðuneytinu á netfangið [email protected] eigi síðar en 20. mars næstkomandi.

Markmið reglugerðarinnar er að kveða á um kröfur um tíðnibil í talsamskiptum milli loftfara og stöðva á jörðu niðri í samevrópska loftrýminu. Reglugerðin innleiðir reglugerðir ESB nr. 1079/2012 og 657/2013 um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu sem teknar voru upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar þann 13. desember 2013.

Með reglugerðinni er verið að minnka rásbreidd niður í 8,33 kHz til að koma til móts við vaxandi þörf á tíðnum. Gildissvið reglugerðarinnar takmarkast þó við svæði í ríkjum á meginlandi Evrópu og nær því ekki til Íslands sem tilheyrir Norður Atlantshafs svæði ICAO.

Reglugerðin fellir jafnframt úr gildi reglugerð (EB) nr. 1265/2007 sem var innleidd hér á landi með reglugerð nr. 1085/2008. Reglugerðin er sett með stoð í 5. mgr. 75. gr. sbr. 145. gr. loftferðalaga nr. 60/1998.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira