Hoppa yfir valmynd
12. mars 2014 Innviðaráðuneytið

Kynning á drögum að hafnarreglugerð fyrir Flatey á Skjálfanda

Samin hafa verið drög að reglugerð fyrir höfnina á Flatey á Skjálfanda sem nú eru til kynningar. Reglugerðin hefur verið send Vegagerðinni og Samgöngustofu til umsagnar og hefur verið tekið tillit til athugasemda stofnananna sem lutu að hnitsetningu hafnarinnar auk nokkurra minniháttar leiðréttinga. Frestur til athugasemda er til og með 19. mars og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Reglugerðin verður sett með heimild í 4. gr. hafnalaga, nr. 61/2003. Ákvæði reglugerðarinnar taka til afmörkunar hafnarinnar á landi og sjó auk ýmissa reglna um umferð, umgengni, valdsvið sveitarstjórnar og hafnarstjóra og fleiri atriða.

Frumkvæði að setningu reglugerðarinnar kemur frá Þingeyjarsveit en hafnarreglugerðin hefur verið samþykkt í sveitarstjórninni. Er talið nauðsynlegt að setja reglugerðina vegna ferðaþjónstu og aukinnar umferðar um höfnina ekki síst af öryggisástæðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum