Hoppa yfir valmynd
28. september 2021 Utanríkisráðuneytið

Árni Páll í stjórn ESA

Árni Páll Árnason - mynd

Árni Páll Árnason tekur sæti í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá og með næstu áramótum.

Stjórn ESA er skipuð til fjögurra ára í senn og tekur ný stjórn við 1. janúar nk. Árni Páll hefur að undanförnu gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES en hann tekur við keflinu hjá ESA af Högna S. Kristjánssyni sem hefur verið þar við stjórn sl. fjögur ár.

Árni Páll Árnason var félags- og tryggingamálaráðherra 2009–2010 og efnahags- og viðskiptaráðherra 2010–2011. Hann var alþingismaður frá 2007-2016 og formaður Samfylkingarinnar frá 2013-2016. Árni Páll brautskráðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1991 og sérhæfði sig í Evrópurétti. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku þar til hann tók sæti á Alþingi.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með framkvæmd EES-samningsins í EFTA-ríkjunum, sem aðild eiga að EES-samningnum, og gætir þess að þau uppfylli skuldbindingar sínar sem þátttakendur á innri markaði Evrópu.  Stofnunin hefur einnig ákveðnar eftirlitsheimildir á sviði samkeppnismála og gætir að því að ríkisaðstoð raski ekki virkri samkeppni á markaði.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum