Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2022 Utanríkisráðuneytið

Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka

Ljósmynd: Kheira Osman Yusuf - mynd

Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum.

Alvarleg vannæring meðal íbúa fyrrnefndra þriggja þjóða hefur aldrei verið meiri, segir í frétt frá IRC, sem er að auka hjálparstarf í þessum heimshluta og birtir ákall til framlagsríkja og alþjóðasamfélagsins að rétta fram hjálparhönd til að vernda líf, lífsviðurværi og afstýra hungursneyð. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) varaði við mjög alvarlegu ástandi í löndunum í austanverðri Afríku vegna þurrka þegar á síðasta ári.

„La Nina veðurfyrirbærið og loftslagsbreytingar hafa leitt til þess að þurrkar hafa ekki verið meiri í Eþíópíu í rúmlega fjóra áratugi,“ segir Frank McManus umdæmisstjóri IRC í Eþíópíu. Hann bætir við að rúmlega þrjú hundruð þúsund manns hafi lent á vergangi í leit að vatni, fæði og nýjum haga fyrir búpening. Hann bendir á að þörfin fyrir mannúðaraðstoð aukist þegar þurrkar bætast við stríðsátökin í landinu sem ekki sér fyrir endann á.

„Stríðið í Úkraínu gerir illt verra. Aukinn eldsneytiskostnaður getur leitt til hækkandi verðs á matvælum og fæstir geta keypt hveiti sem hefur að langmestu leyti verið flutt inn frá Úkraínu og Rússlandi.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum