Hoppa yfir valmynd
11. október 2019 Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Alþjóðleg skákhátíð á Selfossi styrkt


Ákveðið var á ríkistjórnarfundi í morgun að veita 4 milljóna kr. styrk af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar til alþjóðlegrar skákhátíðar og skákmóts á Selfoss sem fram fer dagana 19.- 29. nóvember nk.

Aðalviðburður hátíðarinnar verður skákmót tíu heimsmeistara en allir þátttakendur hafa orðið heimsmeistarar í skák í einhverjum flokki. Þá verður einnig haldið barna- og unglingaskákmót, Fischer-slembiskákmót, raðskákmót og fjöltefli, auk málþings um stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi. Á Selfossi er starfrækt Fischersetur en markmið þess er að halda á lofti minningu skákmeistarans Bobby Fischer sem tengdist Íslandi miklum vináttuböndum eftir einvígi sitt við Boris Spassky í Reykjavík árið 1972.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum