Hoppa yfir valmynd
8. október 2014 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið [email protected] eigi síðar en 17. október næstkomandi.

Reglugerðardrögin eru unnin í samræmi við viðamikið samráðsferli sem hófst með birtingu umræðuskjala um efni reglugerðanna á vef ráðuneytisins 4. júní síðastliðinn og er þetta lokahnykkurinn í því ferli. Í samræmi við ákvæði laga um breytingarnar á umdæmunum, nr. 50/2014 og nr. 51/2014, sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor hafði ráðuneytið samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga, lögreglustjóra og sýslumenn og áttu innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins fjölmarga fundi í samráðsferlinu.

Efni reglugerðanna er tvíþætt: Annars vegar er kveðið á um hver umdæmamörk hinna nýju embætta verða og hins vegar hvar aðalstöðvar lögreglustjóra og aðalskrifstofur sýslumanna skuli staðsettar, sem og aðrar lögreglustöðvar og sýsluskrifstofur. Þá er jafnframt kveðið á um hvaða þjónustu skuli veita á sýsluskrifstofum.

Ráðuneytið óskar áfram eftir góðu samráði í aðdraganda breytinganna. Rökstuddar umsagnir óskast sendar á netfangið [email protected] eigi síðar en 17. október næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum