Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2002 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið fordæmir eldflaugaárás Ísraelsmanna á íbúðablokk á Gaza

Nr. 075

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðuneytið fordæmir harðlega eldflaugaárás Ísraelsmanna á íbúðablokk í Gaza þar sem á annan tug manna lét lífið, þar á meðal konur og börn, og yfir hundrað manns særðust.

Íslensk stjórnvöld hafa skilning á nauðsyn þess að stöðva hryðjuverk framin af Palestínumönnum. Hins vegar er ekki réttlætanlegt að beita til þess aðferðum á borð við aftökur án dóms og laga. Slíkar aðferðir eru óafsakanlegar og dráp á saklausu fólki á heimilum sínum er aldrei réttlætanlegt.

Íslensk stjórnvöld eru þeirrar skoðunar að hvorki hernaðarlegt ofbeldi né sjálfsmorðsárásir séu til þess fallnar að leysa þann vanda sem við er að glíma fyrir botni Miðjarðarhafs. Eina leiðin er með samningum sem feli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og að öryggi Ísraels verði tryggt innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. júlí 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum