Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Embætti forstjóra Vegagerðarinnar auglýst laust til umsóknar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auglýsir embætti forstjóra Vegagerðarinnar laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. apríl næstkomandi.

Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra skipar í embætti forstjóra Vegagerðarinnar til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí næstkomandi. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um auglýst starf. Auglýsins ráðuneytisins fer hér á eftir:

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, er framsýnn í hugsun, hefur sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefur metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
  • Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri
  • Góð þekking og reynsla af stefnumótun
  • Reynsla af alþjóða samstarfi kostur
  • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg

Forstjóri Vegagerðarinnar stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Vegagerðin hefur það hlutverk að þróa, byggja upp, viðhalda og reka samgöngumannvirki og samgöngukerfi landsins. Á meðal annarra verkefna Vegagerðarinnar eru nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf, almenningssamgöngur, samgönguöryggi, upplýsingamiðlun og alþjóðasamstarf.

Í umsókn skal koma fram sá árangur sem umsækjandi hefur náð í starfi og viðkomandi telur að nýtist í starfi forstjóra Vegagerðarinnar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar forstjóra Vegagerðarinnar til fimm ára frá 1. júlí nk. Fjármálaráðherra ákvarðar föst laun í dagvinnu og önnur laun sbr. 39. gr. a. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Upplýsingar um embættið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í síma 545 8200.

Umsóknum skal skila rafrænt á [email protected] Umsóknarfrestur er til 23. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira