Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2007 Utanríkisráðuneytið

Fjölmiðlafulltrúi

Laust er til umsóknar starf fjölmiðlafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. Fjölmiðlafulltrúa er ætlað að vinna að kynningu á utanríkisþjónustunni og verkefnum hennar og vera ráðherra, ráðuneytisstjóra og öðrum starfsmönnum til ráðgjafar um samskipti við fjölmiðla og annast þau sjálfur í nánar afmörkuðum tilvikum. Afmörkun starfsins er ný og verður ráðið í það til reynslu í eitt ár.

Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfinu, góða tungumálakunnáttu og mikla samskiptalipurð. Fjölmiðlafulltrúi verður að koma vel fyrir og eiga auðvelt með að tjá sig, bæði í mæltu máli en ekki síður í skrifuðum texta. Leitað er að starfsmanni með mikla reynslu úr íslenskum fjölmiðlaheimi og staðgóða þekkingu á alþjóðamálum og íslenskri utanríkisstefnu.

Laun og starfskjör eru í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lúta kjarasamningi fjármálaráðherra við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Skriflegar umsóknir berist starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, innan tveggja vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Umsóknir má einnig senda á netfangið [email protected].



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum