Hoppa yfir valmynd
3. júní 2019 Innviðaráðuneytið

Frestur til að skila umsögnum um grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga framlengdur

Frestur til að skila inn umsögn um grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið framlengdur til 11. júní nk. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Er þetta í fyrsta skipti sem mótuð verður heildstæð stefna um sveitarstjórnarstigið.

Grænbókin er umræðuskjal en almenningi og hagsmunaaðilum er boðið að leggja fram sín sjónarmið um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn sem nýst gætu í stefnumótuninni. Í grænbókinni eru settar fram 50 lykilspurningar sem tengjast viðfangsefninu og vonir standa til að komi að gagni í stefnumótunarferlinu. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar og er því um að ræða mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótunina. Sem áður sagði er frestur til að skila umsögn til og með 11. júní 2019.

Skoða grænbók í samráðsgátt stjórnvalda

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum