Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á GERT fyrir náms- og starfsráðgjafa

GERT  – Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.

Kynning á GERT fyrir náms- og starfsráðgjafa verður 9. nóvember 2016, kl. 14:00 - 15:30 í Kviku, 1. Hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.


Dagskrá:

14:00–14:10 Almar Guðmundson, framkvæmdarstjóri SI

14:10–14:30 Ingvi Hrannar Ómarsson, Kennsluráðgjafi í upplýsingatækni:
                        Umhverfið í dag og mikilvægi tengsla atvinnulífs og skóla.

Stutt kaffihlé (5 mín)

14:35–14:50 Halla Kristín Guðfinnsdóttir, Verkefnisstjóri GERT:
                       GERT verkefnið, starf þátttökuskólanna.

14:50–15:05 Auður Sigurðardótir, Náms- og starfsráðgjafi Garðaskóla:
                        Garðaskóli sem GERT-skóli og þróun á samtarfi með fyrirtækjum.

15:05–15:20 Gunnar Ingi Magnússon, Ríkisútvarpinu:
                        Micro:bit, forritunarkennsla og mikilvægi þess að efla tækniþekkingu.

15:20–15:30 – Kaffi og umræður


GERT stuðlar að því að brúa bilið á milli núverandi stöðu og  framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar með því að auka áhuga, árangur og námstækifæri nemenda í námi á sviði raunvísinda og tækni.

GERT byggir á aðgerðaráætlun um eflingu grunnmenntunar í  raunvísindum og byggist á fjórum skilgreindum lykilmarkmiðum:

  • samráð og ákvarðanataka á grundvelli rannsókna og gagna
  • aukinn áhugi og þekking nemenda á möguleikum raunvísinda og tækni
  • aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunarmöguleikar í raunvísindum og tækni
  • fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum