Hoppa yfir valmynd
5. september 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Vefur um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut

Nýr Landspítali - Sóleyjartorg
Nýr Landspítali - Sóleyjartorg

Á vefnum nyrlandspitali.is eru birtar upplýsingar og gögn í máli og myndum um skipulag og framvindu mála vegna undirbúnings að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Með uppbyggingunni við Hringbraut er ætlunin að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi.

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) er opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að útboði loknu.

NLSH tók til starfa 1. júlí 2010 í kjölfar þess að Alþingi samþykkti lög um stofnun félagsins. NLSH er heimilt að gera hverskonar samninga til að ná markmiðum sínum á sem hagkvæmastan hátt en ekki er heimilt að hefja framkvæmdir að loknu útboði fyrr en Alþingi hefur heimilað þær með lögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum