Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Austur-Kongó

Stofnun stjórnmálasambands við Austur-Kóngó.
Stofnun stjórnmálasambands við Austur-Kongó

Fastafulltrúar Íslands og Austur-Kongó hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Atoke Ileka, undirrituðu í New York, föstudaginn 23. febrúar, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Austur-Kongó er í Mið-Afríku. Landið byggja um það bil 60 milljónir íbúa. Austur-Kongó er fyrrum nýlenda Belgíu og öðlaðist sjálfstæði árið 1960. Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna (MONUC), hefur haft aðsetur í landinu frá 1999, og vinnur með þarlendum stjórnvöldum að uppbyggingu lýðræðis og stöðugleika í landinu eftir blóðuga borgarastyrjöld undanfarinna ára.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum