Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur í Pretoríu

Vefsetur sendiráðs Íslands í Pretoríu
Vefsetur sendiráðs Íslands í Pretoríu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, opnaði nýtt vefsetur sendiráð Íslands í Pretoríu í Suður-Afríku í tengslum við formlega opnun sendiráðsins þann 26. febrúar.

Ísland opnaði fyrsta sendiráð sitt í Afríku í Mapútó, Mósambík, í júlí 2001. Þar bættust Angóla, Botsvana, Lesótó, Kenía, Malaví, Namibía, Sambía, Suður-Afríka og Svasíland í umdæmi sendiráðsins. Sendiráðið var flutt til Pretoríu í Suður-Afríku í nóvember 2005.

Meginhlutverk sendiráðs Íslands í Pretoríu er að gæta íslenskra hagsmuna, að hlúa að og efla tvíhliða samstarf Íslands og umdæmisríkja sendiráðsins og að efla fjölþjóða samskipti, t.d. á vettvangi African Union og NEPAD. Sendiráðið sinnir einnig upplýsingagjöf til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa áhuga á efla viðskipta- og menningartengsl á milli Íslands og Afríku.

Sendiráðið tekur einnig þátt í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Nýtt vefsetur sendiráðsins - www.iceland.org/za - er á ensku og íslensku, það hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.




Vefsetur sendiráðs Íslands í Pretoríu
Vefsetur sendiráðs Íslands í Pretoríu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum