Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Áframhaldandi viðræður um öryggismál við Dani


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 029

Íslenskir og danskir embættismenn áttu í dag öðru sinni fund um samstarf þjóðanna um öryggismál. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var áfram fjallað um mögulegar leiðir til að auka samstarf á sviði öryggismála og ákveðið að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Ennfremur var öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli heimsótt og aðstæður þar skoðaðar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum