Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Árétting vegna umfjöllunar um Dýrafjarðargöng

Að gefnu tilefni vill innanríkisráðuneytið upplýsa eftirfarandi um undirbúning framkvæmdar við Dýrafjarðargöng.

Í tillögu að samgönguáætlun 2015-2018, sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi síðastliðinn þriðjudag og er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd, er áætlað að ráðstafa fjármagni til Dýrafjarðarganga á þessu ári, árið 2017 og árið 2018. Ríkisfjármálaáætlun gerir sömuleiðis ráð fyrir framlagi til verkefnisins á næstu árum.

Nú þegar er unnið að undirbúningi alþjóðlegs forvals sem yrði á næstu vikum, útboð verksins fari fram síðla þessa árs og að gengið verði til samninga á fyrstu mánuðum 2017. Framkvæmdir hefjast svo eftir mitt ár 2017. Allur undirbúningur fjárlaga og fjármálaáætlunar ríkisins hefur tekið mið af þessari framvindu mála og er vinnan samkvæmt áætlun. Áformin eru því óbreytt og unnið að því að hafist verði handa við Dýrafjarðargöng að loknum Norðfjarðargöngum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira