Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Nýtt heimili fyrir heilabilaða í Hafnarfirði

Tekið hefur verið notkun heimili fyrir heilabilaða í Hafnarfirði og verður heimilið rekið fyrir framlag á fjárlögum. Það er Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimerssjúklinga og annar skyldra sjúkdóma (FAAS) sem rekur heimilið í Hafnarfirði þar sem eru dagvistarrými fyrir tuttugu heilabilaða með heimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Félagið leigir húsnæði, Drafnarhús í Hafnarfirði, undir starfsemina, en gert er ráð fyrir 41 milljóna króna framlags af fjárlögum ársins til rekstursins. FAAS rekur einnig heimili fyrir fimmtán minnissjúka í Fríðuhúsi í Reykjavík. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fagnaði því mjög sl. föstudag þegar heimilið í Hafnarfirði var tekið í notkun, bæði frumkvæði félagsins og þess góða samstarfs sem orðið hefði til þess heimilið varð að veruleika.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum