Hoppa yfir valmynd
8. mars 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr ráðherra tekur við embætti

Siv Friðleifsdóttir tók við embættinu á ríkisráðsfundi í gær þriðjudag og heilsaði að honum loknum upp á starfsmenn heilbrigðis- og tryggingamálatráðuneytisins sem sitt fyrsta embættisverk. Að því loknu heimsótti nýr ráðherra Landspítala – háskólasjúkrahús, Barnaspítala Hringsins. Þar tóku á móti nýjum ráðherra og embættismönnum ráðuneytisins Magnús Pétursson, forstjóri LSH og framkvæmdastjórn spítalans, ásamt sviðsstjórunum Ásgeiri Haraldssyni og Önnu Ólafíu Sigurðardóttur. Ráðherra skoðaði fyrst aðstöðu á barnaspítalanum og sat síðan fund með framkvæmdastjórninni þar sem farið var yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ráðherra heimsótti sömuleiðis höfuðstöðvar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í Heilsuverndarstöðinni þar sem hún kynnti sér starfsemi og áherslur heilsugæslunnar.

Sjá nánar á vef LSH: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html

Sjá nánar á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu:

http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=30&NewsID=41

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum